152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar.

582. mál
[23:09]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Skilgreiningin sem er í frumvarpinu er þessi:

„Með búnaði til umhverfisvænnar orkuöflunar er í lögum þessum átt við allan þann tækjabúnað sem leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og/eða bættrar orkunýtingar við húshitun, þ.m.t. nauðsynlegan fylgibúnað fyrir virkni hans, að undanskildum breytingum á hitakerfum húsnæðis innan dyra.“

Þetta er skilgreiningin. Ég veit að hv. nefnd mun fara vel yfir þetta og skoða einmitt þessa áhugaverðu þætti sem hv. þingmaður vísar til. Síðan er það eitt af mínum áherslumálum að við nýtum jarðvarmann þar sem við getum og við eigum að leita að honum meira en við höfum gert á undanförnum árum. Við höfum kannski aðeins sofnað á vaktinni þar. En ég þakka hv. þingmanni fyrir hennar innlegg í þessa umræðu.