152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[15:44]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef aldrei heyrt annað eins rugl; eins og að það sé ekki hægt að hafa þingfund (Gripið fram í.) þegar það er félagsfundur í stjórnmálaflokki. Það er held ég bara hjá Pírötum þar sem enginn mætir þegar þingmennirnir komast ekki. Það er nefnilega öðruvísi hjá öðrum stjórnmálaflokkum þar sem margir taka þátt í prófkjörum og menn eru með virkt félagsstarf. Það er ekki fundarfall þó að þingmaður kjördæmisins sé í vinnunni. Stundum geta þingmenn líka skipt með sér verkum og svona. Ég verð að segja það, hæstv. forseti, að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af félagsfundum í stjórnmálasamtökum varðandi þingfundinn í kvöld.