152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[15:51]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér sýnist nú vera gefinn býsna ríflegur tími til að undirbúa sig fyrir sveitarstjórnarkosningar. Við erum að fara í hálfsmánaðarfrí (Gripið fram í.) frá þingfundum. Hins vegar er það rétt hjá hæstv. fjármálaráðherra að það er alveg hægt að halda þingfundi þó að það séu tilfallandi fundir úti í bæ. Það sem vekur athygli mína núna að þessu sinni er að allur þingflokkur Vinstri grænna ásamt ráðherrum og formanni er á fundi í kvöld þegar við erum með mál á dagskrá sem ég hefði haldið að væri þeim flokki sérstaklega kært og þau vildu koma sínum sjónarmiðum þar að, sem er 595. mál, um útlendingalög. Mér finnst eðlilegt að slíkt mál, sem fólk hefur ofboðslega miklar og ólíkar skoðanir á, sé sett á þeim tíma þar sem flestir geta tekið þátt í umræðunum. Já, herra forseti, mér sýnist nú vera gefinn býsna ríflegur tími til að undirbúa sig fyrir sveitarstjórnarkosningar. Við erum að fara í hálfsmánaðar frí frá þingflokksfundum. Hins vegar er það alveg rétt hjá hæstv. fjármálaráðherra að það er alveg hægt að halda þingfundi þó að það séu tilfallandi fundir úti í bæ.