152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[16:00]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér finnst svona málflutningur þar sem þingmenn koma upp og tala um ógeðsleg mál, gott mál, slæmt mál — eru þetta ekki allt málefni sem við þurfum að ræða hér á þinginu og er verið að leggja til og snúast um líf fólksins í landinu? Mér finnst ég bara geta verið hér, það er okkar hlutverk. Auðvitað getum við skroppið hérna frá. Ég hef engar áhyggjur af því, ekki nokkrar. Okkur ber bara að sinna skyldum okkar hér sem þingmenn. Við eigum að taka það alvarlega og við eigum að gæta að orðræðunni hér í pontu. Svo vil ég benda á að mér finnst skorta verulega á samvinnuhugsjónina hérna (Gripið fram í.) en það auðvitað vex í þingflokki Framsóknar þannig að vonandi heldur það bara áfram á næstu árum og áratugum svo samvinnan verði meiri. (Gripið fram í.)