152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:28]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að ég er farinn að hafa virkilegar áhyggjur af störfum þingsins þar sem hér er ítrekað tekið jú, vissulega alvarlegt mál á dagskrá undir liðnum fundarstjórn forseta sem hefur verið reglulega á dagskrá þingsins og á opnum fundum fjárlaganefndar og víðar. Þetta mál hefur því fengið og þessi umræða hefur farið fram — en á meðan er fundarstjórn forseta misnotuð til að taka umræðu um mál sem tefur önnur mikilvæg mál sem eru á dagskránni og margir eru að bíða eftir og skipta marga hagsmuni úti í samfélaginu miklu máli. Þá er bara tilkynnt hér, á meðan eitthvert mál sem stjórnarandstaðan þorir ekki að ræða efnislega hérna — ef útlendingamálið er svona slæmt mál, af hverju förum við ekki bara að ræða það hér efnislega, bara næst á dagskrá, og fáum að vita hvað er svona vont við þetta mál, hvað við getum bætt, og gefum fólki tíma til að senda umsagnir um málið, hafa einhverja umfjöllun í þingnefnd um málið? (Forseti hringir.) Nei, þá ætlar stjórnarandstaðan að taka valdið í sínar hendur, sem hún hefur ekki (Forseti hringir.) samkvæmt kosningum, og sjá til þess að málið komist ekki á dagskrá einu sinni.