152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:29]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Ég get ekki sagt að ég hafi verið nokkru nær eftir að hafa hlustað á fund fjárlaganefndar með Bankasýslunni í morgun. Allt sem þar var sagt af hálfu Bankasýslunnar skýrði málin á engan hátt. Hér er verið að tala um að Ríkisendurskoðun eigi að skoða hvort lög hafi verið brotin og hvort viðhafðir hafi verið góðir stjórnsýsluhættir. Ég held að menn komist bara alveg upp með þetta, að lögin hafi ekkert verið brotin. Við skulum ekki gleyma því að það eru þúsundir einstaklinga úti í samfélaginu sem töpuðu öllu sínu á þessum bönkum. Þau áttu ekki neitt eftir vegna framferðis banka og það er eðlilegt að í samfélaginu sé tortryggni gagnvart (Forseti hringir.) slíkri sölu á banka eins og er að gerast núna. Það hefur bara orðið siðrof. Við sjáum að það eru komnir aðilar að borðinu (Forseti hringir.) sem tóku þátt í því að setja samfélagið á hausinn. Við skuldum þessu fólki (Forseti hringir.) það að við stöndum með því og styðjum það í þeirri baráttu að framfylgja réttlætinu hér.