152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér hefur verið varpað fram spurningunni hvort við treystum ríkisendurskoðanda. Ég verð að segja að jú, það er ekki annað hægt í sjálfu sér, en ég vorkenni honum óskaplega mikið. Þetta hlýtur að vera ömurleg aðstaða sem er búið að setja hann í. Þess vegna ættum við frekar að hafa rannsóknarnefnd vegna þess að ríkisendurskoðandi er skipaður af ríkisstjórninni og hann sækist eftir því að vera áfram ríkisendurskoðandi og fjármálaráðherra sendir á hann spurningar sem hann á að svara fyrir ríkisstjórnina. Ég segi bara fyrir mitt leyti að það hlýtur að vera skelfilegt að vera í þessari stöðu. Ég hugsa með mér: Hvað skeður ef hann er á móti ríkisstjórninni? Fær hann þá ekki ráðningu áfram? Meiri hluti hér á þingi getur ráðið því hvort hann verður áfram eða ekki. Þess vegna væri miklu nær að skipa rannsóknarnefnd og taka ríkisendurskoðanda út úr þessari mynd og leyfa honum þá bara að vera í umsóknarferli.