152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

ákvörðun nr. 383/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

411. mál
[17:24]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er t.d. þannig núna í því ástandi sem er, í verðbólgunni og öllu því, að allar ráðstafanir Seðlabankans beinast að venjulegu fólki, þær beinast að húsnæðislánum fólks sem er ekkert á húsnæðismarkaði, sem ber ekki neina sök á þessari verðbólgu sem þar að auki er innflutt. Það eina sem þetta gerir er bara að flytja fjármuni heimilanna beint inn í fjárhirslur bankanna. Það er ekkert annað sem er að gerast þarna. Og m.a. út af verðtryggingunni þá virkar þetta stýritæki Seðlabankans ekki sem skyldi vegna þess að stór hluti heimilanna finnur ekki fyrir þessu stýritæki þannig að vextina þarf að hækka meira en annars og, eins og ég segi, þetta er bara hringavitleysa.

Annað sem Seðlabankinn gerði var að hann setti á þá reglu 1. desember síðastliðinn, sem einhvers konar þjóðhagsvarúðarráð, að fólk mætti einungis skulda 35% af ráðstöfunarfé. Það þýðir að jafnvel þótt fólk standist greiðslumat og vel það, yfir þessu, þá kemur bara: Nei, þið megið ekki kaupa þessa íbúð á hagstæðustu lánunum sem til eru, sem eru, alveg sama hvað hver segir, óverðtryggð lán. En svo er sagt, og ég þekki persónulega til þessara mála og veit hvar þetta gerðist: En þið standist þetta, þið eruð undir mörkunum, ef þið takið verðtryggt lán. Í 7% verðbólgu. Það er glæfraskapur. Þetta er er glæpur gegn neytendum. Hvar er verndin gegn þessu?