152. löggjafarþing — 73. fundur,  29. apr. 2022.

sorgarleyfi.

593. mál
[14:13]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur kærlega fyrir andsvarið og fyrir góðar viðtökur við þessu frumvarpi. Ég lít svo á að við séum að hefja vegferð hér. Við erum ekki að enda, við erum að byrja. Ég tek vel í það að við lítum til þess að horfa til einhvers konar svipaðs fyrirkomulags þegar börn missa foreldra sína. Ég er að vonast til þess, eins og ég sagði í framsöguræðu minni, að við klárum þetta mál í vor, ég bind miklar vonir við það. Í kjölfarið á því myndi ég vilja setja greiningarvinnu í gang í ráðuneytinu við að meta hvaða næstu skref væri skynsamlegt að stíga og ég vil þakka hv. þingmanni fyrir innleggið í þá umræðu.