152. löggjafarþing — 74. fundur,  16. maí 2022.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins um að Þórarinn Ingi Pétursson, 9. þm. Norðaust., verði fjarverandi á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Pírata um að Björn Leví Gunnarsson, 6. þm. Reykv. s., geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Þá hafa borist bréf frá 13. þm. Suðvest., Gísla Rafni Ólafssyni, og 8. þm. Norðvest., Bergþór Ólasyni, um að þeir verði fjarverandi á næstunni. Að lokum hefur borist bréf frá formanni þingflokks Miðflokksins um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Framsóknarflokks í Norðaust., Helgi Héðinsson, 1. varamaður á lista Pírata í Reykv. s., Halldór Auðar Svansson, 1. varamaður á lista Pírata í Suðvest., Eva Sjöfn Helgadóttir, 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðvest., Sigurður Páll Jónsson, og 2. varamaður á lista Miðflokksins í Norðaust., Þorgrímur Sigmundsson, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll. Halldór Auðar Svansson, Eva Sjöfn Helgadóttir, Sigurður Páll Jónsson og Þorgrímur Sigmundsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.