152. löggjafarþing — 74. fundur,  16. maí 2022.

heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.

[15:45]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Þær upplýsingar sem hv. þingmaður spyr mig um hef ég ekki á takteinum og veit ekki hvort þær hafi verið teknar saman. En ég skal kanna þetta mál og þetta gæti kannski líka verið ágætisefni í fyrirspurn til skriflegs svars. En ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta skref hafi verið tekið, þó svo að það sé bara eitt af mörgum sem við þurfum að horfa til í málefnum eldra fólks, og vonandi skilar það aukinni atvinnuþátttöku eldra fólks, sem ég tel að skipti máli.