152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[19:23]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Vissulega var þetta ekki falleg mynd sem hér var dregin upp af ungu pari með lítið barn en út á þetta gengur verndarkerfið ekki. Við erum fyrst og fremst að samræma hér löggjöf okkar við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar. Við erum hluti af alþjóðlegum samningi hér og miðum aðstæður okkar og efnistök í þessu frumvarpi við þær reglur sem gilda í Evrópu og alveg sérstaklega á Norðurlöndum. Þar er grundvallaratriði að þessi mannréttindi séu virt í umsóknarlandinu, þ.e. að það sé aðgangur að heilbrigðisþjónustu, aðgangur að húsnæði og slíkum grundvallarmannréttindum. Hvort lífskjör eru með sama móti og við þekkjum hér á Íslandi, þar sem lífskjör eru hvað best í heiminum, er ekki hægt að dæma um hjá einstökum löndum en við vitum að við höfum hér mjög góð lífskjör (Forseti hringir.) og þau eru ekki eins góð víða annars staðar. En við erum fyrst og fremst að horfa til Evrópulanda í þessu samhengi (Forseti hringir.) þar sem lífskjör eru almennt talin vera mjög góð.