152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:25]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir seinna andsvar sem er líka mikilvægt, einmitt til að hægt sé að útskýra betur. Reynsla mín í þessum málaflokki, sem spannar nokkur ár, er sú að þegar um er að ræða mjög matskennd ákvæði, eins og þau sem þetta frumvarp inniheldur, þá sé viðmótið þess eðlis að byrjað sé á því að segja nei og sagt nei alveg þar til það er mögulega ekki hægt lengur, þ.e. fyrsta viðbragð er nei, við ætlum ekki að skoða umsagnaraðila, nei, þú átt ekki rétt hér o.s.frv. Lítið mat fer fram á aðstæðum einstaklingsins sjálfs, því miður. Þetta er reynsla mín jafnvel af mjög alvarlegum málum, að þeim er vísað frá á grundvelli mats um að viðkomandi sé hugsanlega (Forseti hringir.) með einhverja mögulega vernd einhvers staðar.