152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[21:06]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vildi bara koma hérna upp og taka undir óskir um að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra sé í salnum til að taka þessa mjög mikilvægu umræðu með okkur. Svo finnst mér líka mjög mikilvægt að minnast á það hvernig þetta er metið. Hvert er matið? Eins og hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði áðan: Hvað er verið að meta? Hvað getum við tekið á móti mörgum og hvar eru gögnin á bak við þetta? Hvernig eru þessar ákvarðanir teknar? Það er mikilvægt að ræða þetta. Að setja reglur og segja bara: vegna þess að það er of mikið — hvað er of mikið og hvers vegna? Við þurfum aðeins að gera þetta betur.