152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[21:08]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Aðeins bara til að svara því sem hér kom fram: Hvað er of mikið? Það er ekkert of mikið. Það er ekkert verið að fjalla um það að setja einhvern kvóta á flóttamenn í þessu frumvarpi. Það er verið að tala um málsmeðferðina. Það er ekkert verið að tala neitt um fjölda. Hv. þm. Helga Vala Helgadóttir vísaði í forsetaúrskurð hér áðan. Það eina sem var rangt í hennar málflutningi, og er grundvallaratriði í málinu, er að þetta frumvarp fjallar ekki um þjónustu við umsækjendur. Það er fáheyrt, virðulegur forseti, að vera að kalla eftir öðrum ráðherra. Það er þá hægt að kalla hér eftir allri ríkisstjórninni til að vera viðstödd mál hjá öðrum ráðherrum. (Forseti hringir.) Ég man ekki eftir því að slík ósk sé ítrekað borin fram, sem er óeðlilegt.