152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[22:29]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt, börn eru alltaf í viðkvæmri stöðu. Hér vil ég aðeins nota tækifærið og segja það hæstv. dómsmálaráðherra til hróss að þetta er atriði sem tekið var á, breyttist frá því að frumvarpið fór í samráðsgátt og þar til það kom hingað. Bent var á hvað varðar ákvæðið sem snýr að því að svipta fólk þjónustu eftir synjun að það gæti komið mjög illa við börn. Búið er að setja inn sérstakt ákvæði í frumvarpinu um að alla vega þar sem börn eru fái fólk skjól. Þetta er auðvitað í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, barnasáttmálann og annað. Hvað varðar þessa þjónustusviptingu ætti að vera, samanber áðurnefnda breytingu á frumvarpinu þar sem komið er til móts við athugasemdir og börnum veitt skjól, almenn regla sem menn hljóta að geta sameinast um sem einhvers konar lágmark, eða það finnst mér alla vega.