152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[23:42]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hélt að þetta hefði farið út. Einhvern veginn hélt ég að við hefðum séð þetta breytast. Við ræddum þetta hér þegar málið kom inn í annað eða þriðja sinn, ég man ekki alveg hvenær þetta kom inn. Ég hlakka til að heyra það í næsta andsvari frá hv. þingmanni hvar þetta er, mig minnti nefnilega að þetta hefði farið út. Við vorum að ræða það hér þá … (Gripið fram í: B-liður 7. gr.) B-liður 7. gr., umsækjandi hefur slík tengsl við annað ríki o.s.frv., já einmitt. Þarna erum við komin með enn einn lagalega ómöguleikann af því að ekki er hægt að krefja annað ríki um að taka á móti einstaklingi sem hefur ekki dvalarleyfi í því ríki. Það er ekki hægt að endursenda manneskju til ríkis nema viðkomandi fái leyfi til að fara þangað inn. Íslensk stjórnvöld hafa enga heimild til þess af því að þau geta ekki gert neina slíka kröfu á það móttökuríki að taka við einstaklingnum.

Við ræddum þetta hér síðast. Ég man eftir að hafa fjallað um nákvæmlega þetta. Við töluðum um hvernig ætti að framfylgja þessu en einhvern veginn fer þetta aftur inn í þingið. Það er ekki hægt að krefjast þess af öðru ríki að taka bara við einstaklingnum, það þarf að vera eitthvert samkomulag þarna á milli.