Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

landamæri.

536. mál
[21:17]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í fyrsta lagi eru persónuverndarreglur okkar ekki frábrugðnar ESB-reglum. En varðandi þessi brottvísunarákvæði var ákveðið að gera breytingar á brottvísunarákvæðum útlendingalaga með frumvarpi þessu til að tryggja að framkvæmd brottvísunar verði í samræmi við brottvísunartilskipunina, samanber tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/115/EB. Þar sem erfiðlega hefur gengið að innleiða það ákvæði með útlendingafrumvarpinu var ákveðið að gera það með frumvarpi þessu enda er m.a. það nýmæli í 3. mgr. 14. gr. frumvarpsins að lögregla megi brottvísa útlendingum í ólögmætri dvöl á landamærum og þarf að tryggja að hún geri það til samræmis við brottvísunartilskipunina.