Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staða kjötframleiðenda.

[14:36]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég held að sú hugmynd sem hv. þingmaður varpaði fram í umræðunni sé vel skoðunarverð. Svo heppilega vill til að spretthópurinn er þegar tekinn til starfa og ég mun koma þeirri ábendingu á framfæri að þetta gæti verið hluti af einhverri tímabundinni lausn. En hópurinn er náttúrlega settur saman með það fyrir augum að reyna að ná utan um þetta hratt og vel. Þar eru fulltrúar frá matvælaráðuneytinu til aðstoðar og þar þarf sérstaklega að huga, ekki bara að framleiðsluhliðinni heldur ekki síður að verðlagi og hagsmunum neytenda, vegna þess að þetta snýst jú um þessa keðju alla eins og hún liggur fyrir.

Ég held að við verðum að halda því til haga þrátt fyrir allt í umræðu sem þessari, að framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi er björt í grunninn vegna þess að við höfum (Forseti hringir.) hér margt til að geta gert vel þó að við þurfum að yfirstíga þær áskoranir samhent sem stríðsátökin fela okkar.