Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar.

715. mál
[16:28]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í Flokki fólksins styðjum heils hugar aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag og staðfesting á því er einfaldlega innganga Finna. Finnar eiga landamæri að Rússlandi og hafa verið óháð ríki um áratugi. Svíar hafa verið óháðir frá Napóleonstyrjöldunum 1814. Af hverju eru þeir að sækja um? Jú, út af innrásinni í Úkraínu. Þeir telji öryggi sínu best varið í varnarbandalaginu Atlantshafsbandalaginu til að tryggja lýðræði, einstaklingsfrelsi og varðveita frelsi sitt, lög og reglu, eins og segir í inngangsorðum Atlantshafssamningsins. Við teljum að þetta sé mjög mikilvægur samningur og við teljum að þetta muni styrkja hina norrænu vídd og samstarf Norðurlandanna í varnarmálum eins og hér hefur komið fram. Það verður spennandi að sjá hvernig áherslur Norðurlandanna hvað varðar mannréttindi og mannúð munu koma fram á vegum Atlantshafsbandalagsins í framtíðinni.