Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[21:21]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Auðvitað eiga allir að hafa jafnan aðgang að þeirri þjónustu sem þeir þurfa. Ég vil hins vegar segja það líka að af því að það er meiri þekkingin inni í skólunum þá á að vera hægt að veita margvíslega þjónustu án þess að greining liggi fyrir, það sé bara margt sem bendi til þess að nemandi þurfi þessa gerð af þjónustu þó að það liggi ekki nákvæmlega fyrir hvernig greiningu hann fær. En auðvitað eru svo einstök tilfelli og sértæk sem kannski enginn innan skólans hefur ráð við og þá er mjög mikilvægt að fá utanaðkomandi ráðgjöf og leiðbeiningar um hvernig þeim nemanda verður best þjónað.