Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ef maður fer að hugsa um þetta geðheilbrigðisteymi á Suðurlandi sem er fyrir 18 ára og eldri þá slá mann þessir biðlistar sem þar eru. Ef við heimfærum það yfir á höfuðborgarsvæðið og landið allt þá sýnir það kannski í hnotskurn að kerfið er eiginlega komið að þrotum. Það kom líka fram í velferðarnefnd, eða hvort ég las það einhvers staðar, það skiptir ekki máli, að þegar þessi geðheilbrigðisteymi voru búin til brast strax á flótti úr þriðja stigs þjónustunni yfir á fyrsta stigið. Aðalástæðan var bæði álag og laun. Ég spyr hv. þingmann hvort hún telji ekki að kannski sé hægt að leysa vandann með því að minnka álagið á þau kerfi sem eru fyrir og hækka laun þannig að það laði fólk til starfa.