Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 90. fundur,  14. júní 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[14:17]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er gamaldags ríkisfjármálapólitík sem hér er rekin. Hún mætir ekki þörfum samfélagsins og þeim risastóru áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Það er kerfislægur halli á ríkissjóði vegna þess að tekjuhliðin er brostin og í stað þess að styrkja tekjuhliðina og skapa þannig svigrúm til að byggja upp almannaþjónustu og efla tilfærslukerfin okkar þá er það einbeitt stefna þessarar ríkisstjórnar að draga markvisst úr umfangi ríkisins í hagkerfinu, halda fjárfestingarstigi hins opinbera í lágmarki og veikja þannig getu hins opinbera til að sinna grunnþjónustu. Það bitnar á okkur öllum. Það grefur undan því sem gerir okkur að velferðarríki. Við í Samfylkingunni höfnum þessari fjármálaáætlun og ég mun ýta alveg sérstaklega fast á rauða takkanum hér á eftir.