Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 90. fundur,  14. júní 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[14:18]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Flokki fólksins höfum gert þrjár breytingartillögur við fjármálaáætlunina. Það vantar sérstaklega að auka fjármuni til sjúkrahússins, sjúkrahúsþjónustu, eins og yfirmenn spítalans hafa farið fram á. Einnig er mjög undarlegt í þessari fjármálaáætlun að það stendur til að endurskoða almannatryggingakerfið en það á ekki að setja krónu í það. Þess vegna förum við fram á 10 milljarða á næstu fjórum árum, til að reyna að sjá til þess að draga úr tekjutengingum og gera eitthvað fyrir þá verst settu í samfélaginu. Við getum því miður ekki stutt fjármálaáætlunina eins og hún er fram sett.