Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 90. fundur,  14. júní 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[14:43]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ef Framsóknarflokkurinn meinar eitthvað með boðskapnum um að fjárfesta í fólki og bæta þjónustu við börn og ef Vinstri græn vilja raunverulega taka á loftslagsvandanum og auka jöfnuð á Íslandi, þá geta þingmenn þessara flokka ekki kvittað upp á þessa fjármálaáætlun. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með stóru orðunum í stjórnarsáttmála um að sækja fram, fjárfesta í framtíðinni, stórbæta þjónustu og hitt og þetta, þá geta flokkarnir ekki stutt fjármálaáætlun sem veikir samneysluna og heldur heilbrigðis- og félagsþjónustunni, skólunum okkar og velferðarkerfinu í spennitreyju, þar sem tekjuhliðin er gjörsamlega brostin. Þingmenn stjórnarflokkanna eru að gera grín að stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og öllum hástemmdu yfirlýsingum ráðherranna þegar þeir samþykkja þessa áætlun. Það er bara þannig.