Bráðabirgðaútgáfa.
152. löggjafarþing — 92. fundur,  15. júní 2022.

samþykki til frestunar á fundum Alþingis .

740. mál
[22:20]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Tillagan er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 15. júní 2022 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 13. september 2022.“

Tillagan skýrir sig sjálf. Ég minni þó hv. þingmenn á að ég hyggst leita atbeina forseta Íslands til að kalla þing saman á ný þegar niðurstöður úttektar Ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafa verið kynntar en samkvæmt upplýsingum frá embættinu er skýrslan áætluð í lok mánaðar.