Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:14]
Horfa

Stefán Vagn Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ef það er eitthvert misræmi í þessum tölum þá er það eitthvað sem við munum skoða í nefndinni og ræða við ráðherrann. Eins og ég hef skilið málið þá snýst þetta um það að verið er að lækka fjárfestingar til Landspítalans um 3 milljarða og 1,1 milljarð vegna byggingar nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Þetta eru tölurnar sem ég hef og ég get ekki séð annað en þær standist nokkurn veginn í mínum huga og það sé rétt að ekki sé gerð aðhaldskrafa á hina reglubundnu sjúkrahúsþjónustu, heilbrigðisþjónustu eða velferðarþjónustu í frumvarpinu. Hins vegar er þarna tilfærsla á fjármunum vegna framkvæmda á þessum tveimur byggingum eins og komið hefur fram, held ég, í máli hæstv. fjármálaráðherra.