Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[14:26]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir sitt andsvar. Nú liggur það nokkuð ljóst fyrir hvert við stefnum. En þá er líka áhugavert að hafa það í huga að fram kemur í tillögunni að það er meiri hvatning til þess að við förum þarna inn í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað austur í Evrópu, þ.e. þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Við þekkjum líka þær afleiðingar sem það hafði fyrir íbúa Evrópusambandsins með snarhækkuðu orkuverði og öllu því sem því fylgdi. Vissulega hafði það áhrif á á allan innflutning okkar sömuleiðis. En tímapunkturinn, hvenær hann er hann réttur o.s.frv., er alltaf spurning. En eingöngu um það að við tökum evru upp og lægri vexti — ég get alveg tekið undir það. En það fylgir meira með í þessu sameiginlega markmiði, (Forseti hringir.) þ.e. bætt lífskjör o.s.frv.