Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[17:10]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið, það er gott að fá svar við því hvað býr að baki. Það er þá mismunandi hagsmunamat og mat á því hvað eru stóru málin. Mikill meiri hluti þingmanna á Alþingi er hreinlega ósammála því að það sé stærsta viðfangsefni stjórnmálanna á Íslandi að ræða aðild að Evrópusambandinu. Ég get greint frá því að að ég hef fengið núna frá því að ég deildi því á samfélagsmiðlum að ég væri að taka þátt í þessari umræðu, furðumörg skilaboð um hvort við séum í alvörunni að ræða aðild að Evrópusambandinu. Fólki finnst það, held ég, a.m.k. í mínum bergmálshelli, mjög skrýtin forgangsröðun. En eins og ég hef sagt hér í dag, þá fagna ég þessari umræðu. (GE: Í staðinn fyrir að tala um brennivínið.)Nákvæmlega, stóru málin. Fara með það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er þá það sem okkur greinir á um, hvað séu stóru málin sem við ræðum hérna á Alþingi. Ég hef bent á það ítrekað hér í dag að það er mikill meiri hluti þingmanna hér sem hefur stuðning minni hluta landsmanna fyrir því að þetta sé stærsta viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Ég er ekki með frekari spurningar til hv. þingmanns.