Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[17:36]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er ánægður með að heyra þessa afdráttarlausu afstöðu hv. þingmanns. Það kemur nefnilega fram, m.a. í skýrslu starfshóps frá 2019 um EES-samstarfið sem leiddur var af Birni Bjarnasyni, að þessi stjórnskipulegi vafi veiki stöðu Íslendinga í EES-samstarfinu og sérstaklega gagnvart Noregi og Liechtenstein. Þetta hefur verið á dagskrá árum saman. Stjórnlagaráð lagði til breytingu í þessa veru og stjórnarskrárnefndin undir forystu Sigurðar Líndal lagði þetta til. Svo var þetta á dagskrá núna á síðasta kjörtímabili en síðan gerist ekki neitt. Það gengur hvorki né rekur þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum. Maður veltir því fyrir sér hvort stemningin sé bara að njóta ávaxta EES-samningsins og þess samstarfs en vera endalaust í einhverju stjórnskipulegu limbói. Þarf Alþingi ekki að taka þetta svolítið til sín, gera þær breytingar sem þörf er á?