Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[17:56]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Já, ef ég hefði Hamlet hér við hliðina á mér gæti ég kannski farið í einhverjar spekúlasjónir um það af hverju fólk er hrætt og ekki hrætt. Vaðið gegnum ólgusjó — ég man nú ekki meira. Alla vega. Fyrir mér, í því starfi sem ég hef verið í undanfarna áratugi við að eiga við krísur og hamfarir úti um allt þá höfum við oft þurft að taka ákvarðanir með takmarkaðar upplýsingar. En það hefur alltaf gefist best þegar við höfum náð að taka upplýstar ákvarðanir. Og það er sérstaklega eitt sem við höfum lært á undanförnum áratugum varðandi það að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á fólk, það er að fá fólkið í ákvarðanatökuna.