Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[19:17]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ja, af hverju? Kannski af því að við erum hér að tala um afglæpavæðingu, kannski ef við myndum öll sameinast um að setja allt okkar púður í það að efla meðferðarkerfið, efla forvarnir, takast raunverulega á við vandann sem fólkið er að deyja úr, kannski værum við þá lengra komin þar, ég veit það ekki.

En ég veit að enginn er að deyja úr kannabisneyslu, of stórum skammti af kannabisi og þið hafið algerlega misskilið mig ef þið hafið haldið að ég væri að segja það. Ég var meira í kaldhæðni að segja að þar sem einhver er að deyja úr of stórum skammti harðra fíkniefna þá sé ég ekki alveg tenginguna við það hve refsileysi kannabiss — hvað það er sem þið eruð að vísa í, mér finnst umræðan ruglingsleg. Ég ítreka það sem var sagt hérna áðan: Fíklar eru hræddir við lögregluna, þeir þora ekki að hringja í lögregluna. (Forseti hringir.) Af hverju í ósköpunum haldið að það muni breytast þótt það verði refsilaust að vera með fimm grömm af einhverju á sér?