Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 9. fundur,  27. sept. 2022.

aðgerðir vegna fjölgunar umsækjenda um alþjóðlega vernd.

[14:16]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Herra forseti. Ég er ágætlega meðvitaður um að við vorum sammála um að taka á móti öllum þeim sem leita hingað til lands frá Úkraínu en ég vil á sama tíma ekki gleyma þeim sem koma frá öðrum löndum og þurfa á aðstoð að halda. Við eigum að taka vel á móti fólki sem er í neyð. En hv. þingmaður nefndi hér áðan grein í Morgunblaðinu þar sem tvö sveitarfélög voru að býsnast yfir erfiðri stöðu. Ég veit ekki til þess að annað þessara sveitarfélaga hafi nokkuð tekið þátt í að sinna þessum málaflokki svo nokkru nemi. Mig langar bara að fá fram aðeins nánar frá hæstv. ráðherra: Hvernig standa málin á Ásbrú þegar kemur að því að vista þar fólk án þjónustusamnings? Ég hef fregnir af því að það hefur verið óskað eftir skólavist í Háaleitisskóla vegna barns sem dvelur á Garðvangi í Garði og ég get ekki séð annað en að það sé ætlunin að flytja fleiri uppi á Ásbrú þar sem nú þegar dvelja, held ég, a.m.k. á fimmta hundrað einstaklingar utan samnings.