Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:41]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Af hverju var ekki hlustað á óskir lífeyrissjóðanna sem vildu fá aukningu upp á 2–3 prósentustig á hverju ári? Af því að hæstv. ráðherra kennir sig við flokk sem talar sífellt um frelsi, af hverju var ekki boðið upp á það frelsi gagnvart lífeyrissjóðunum og þeim heimilað að fjárfesta þar sem þeir töldu besta kostinn vera? Af hverju er verið að skera þetta niður úr óskum sem voru 2–3% niður í 1,5 eða 1%?