Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef hv. þingmaður myndi skoða þetta aðeins nánar þá held ég að hann sjái að það er akkúrat þetta sem við erum að reyna að vernda. Það er vandamál ef lífeyrissjóður er t.d. akkúrat við viðmiðið eins og það er lögbundið í dag og það gerist ekkert annað en það verður gengisbreyting á íslensku krónunni. Þá getur lífeyrissjóðurinn lent í því að hann er kominn upp fyrir það hámark sem hann má eiga í erlendum eignum og verður strax að selja. Með þeirri lagabreytingu sem við leggjum til hér þá þarf hann hins vegar ekki að selja. Hann getur bara haldið því sem hann átti þrátt fyrir gengisbreytinguna. Sama gildir ef miklar virðisbreytingar verða á eigninni. Þá er honum heimilt að halda en hann á ekki að bæta við þannig að hann auki á misvægi milli innlendra og erlendra eigna, heldur bíða þess að þetta finni sér jafnvægi að nýju.