Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

atvinnuréttindi útlendinga.

28. mál
[11:58]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Sem betur fer er það nú þannig að þingmenn þurfa ekki að biðjast afsökunar á spurningum sínum. Við eigum að vera hér í skoðanaskiptum. Við í þingflokki Vinstri grænna afgreiddum frumvarp um útlendingalög út úr okkar þingflokki. Það þýðir að í meginatriðum þá styðjum við það frumvarp, en auðvitað á það eftir að fá þinglega meðferð og ég ætla ekkert að fara að úttala mig hér um það hvernig frumvarpið mun koma út þegar við vitum það að nefndir gera oft breytingar. En ég tel að það séu góðar líkur á því að hægt verði að ná sátt um þessi mikilvægu mál og vona svo sannarlega að svo verði.