Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

atvinnuréttindi útlendinga.

28. mál
[12:01]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vona að okkur takist að ná breiðri sátt um útlendingalöggjöfina líkt og tókst árið 2016. Við í þingflokki VG afgreiddum málið út frá okkur án fyrirvara sem þýðir það að ég treysti mér til að styðja það í öllum efnisatriðum eins og þar koma fram. Hins vegar er ég jafnframt tilbúin til að hlusta eftir þeim athugasemdum sem við málið koma og eins og við þekkjum öll þá eru oft gerðar breytingar í kjölfarið á slíkum athugasemdum til að betrumbæta málin enn frekar. En líkt og ég sagði vonast ég til þess að við getum náð góðri samstöðu um þetta mál því að ég held að það skipti máli og það skiptir máli, ekki síst á tímum sem þessum þar sem eru fordæmalausar tölur um fólk á flótta og vergangi í heiminum, að við náum saman um eins mikið og mögulegt er í þessum málum.