153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:03]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Nei, það hvarflar auðvitað ekki að mér. Það er nokkuð heilagur réttur fólks að geta áfrýjað úrskurði eða jafnvel dómi. Það má líka minna á að þetta var á sínum tíma á borði ráðuneytis fyrir tíma núverandi hæstv. ráðherra og við fengum athugasemdir, m.a. frá Evrópudómstólnum um að þetta yrði að vera sjálfstætt úrskurðar-apparat — ég kunni nú ekki íslenskt orð yfir þetta, herra forseti. Þannig að ég tel það af og frá. Auðvitað eigum við að halda því.