153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:05]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er auðvitað hárrétt hjá hv. þingmanni að þetta er stór hópur og við erum ekki að taka á móti honum af tilefnislausu. Það kemur fram í kærunefnd útlendingamála að fólk er ekki öruggt þarna og það geti raunverulega oft þurft að óttast um líf sitt. Okkur er líka bara skylt að fara eftir tilmælum, t.d. frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sem hefur komist að þessari niðurstöðu líka. En allt þetta segir okkur einmitt að heimurinn okkar er á fleygiferð og kannski ekkert endilega í þá átt sem við vildum sjá hann fara. Það er m.a. þess vegna sem við erum að taka á grundvallarþáttum eins og að minnka ójöfnuð, ráðast gegn loftslagsbreytingum, taka þátt í fjölþjóðasamvinnu, til að ná utan um þetta vandamál sem einskorðast ekkert lengur við eitt land, eitt ríki, heldur gerir mannkynið að einni fjölskyldu.