153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:19]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ef rétt reynist að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra á ekki heimangengt í dag þá tel ég rétt að forseti fresti frekari umræðu um það mál sem nú er á dagskrá, enda heyrir hluti frumvarpsins undir starfssvið ráðherrans og hægðarleikur að færa frekari umræðu yfir á morgundaginn. Það eru fjölmörg önnur mál á dagskrá þingsins í dag sem hægt er að fjalla um fram á kvöld og ég held að það færi betur á því að hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra eigi þess kost að vera hér við umræðuna og það er eðlileg krafa. Það er eðlileg krafa af hans hálfu, fyrst hann á ekki heimangengt, að málinu verði frestað fram á morgundaginn.