153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:34]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Já, það er mikið talað um sönghæfileika okkar Pírata, að við séum einhver kór. Ja, það er kannski kór að benda á þegar lögbrot eru jafnvel framin. Það er kannski kór og sönghæfileikar að óska eftir því að ráðherrar svari og séu til svara. Ég fékk það reyndar skilgreint fyrir tæpum hálfum áratug síðan að ég væri algerlega laglaus og gæti ekki sungið og að vera í kór ætti ekki að vera eitt af því sem ég gerði. Þar af leiðandi hef ég ekki sungið síðan þá. En ég vil sjá að hlutirnir séu gerðir rétt og hér sé verið að fylgja lögum, innan þessara veggja, og að við séum að ræða málin af alvöru. Við gerum það ekki með ráðherra sem gerir ekki annað en að vera með dylgjur og orðaskipti gagnvart hv. þingmönnum.