153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[16:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (ber af sér sakir):

Forseti. Ég notaði hér áðan orðin „andskotinn hafi það“, en hér eru iðulega notuð orð eins og „guð hjálpi mér“ eða eitthvað slíkt og fólk fær aldrei ákúrur fyrir að nota slíkt orðalag. Ég legg þessar setningar algerlega að jöfnu og mér finnst ótækt að það sé einhver munur hafður gagnvart þessum tveimur skáldsagnaverum, að ákalla aðra þeirra sé eitthvað ámælisvert í ræðustól Alþingis en ekki hina.