153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[17:35]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Já, það er rétt að það eru yfir milljón manns frá Sýrlandi sem fluttu til Venesúela á síðari hluta síðustu aldar og þar af leiðandi er mjög stór hópur sem býr þar upprunalega af sýrlenskum mættum, rétt eins og við Íslendingar eigum fullt af fólki á vesturströnd Bandaríkjanna eða í Manitoba. Varðandi hvort það sé löglegt eða ekki að koma hingað á fölsuðum vegabréfum. Ég er nú ekki svo löglærður að ég viti það. En ég veit hins vegar að tölurnar um fjölda þeirra hafa lækkað stórlega samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ég er algerlega sammála hv. þingmanni í því að það andrúmsloft og orðaval sem er mikið notað hér, sérstaklega af ráðherra þessara mála, er alls ekki til þess fallið að skapa hér sátt um málið.