153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:13]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og langar að rifja upp það sem beinlínis var orðað svo: Nei, við færum nú aldrei að geyma fólk hérna undir brúnni. Það gagnast engum að setja fólk út á guð og gaddinn, eða undir brúna eins og orðað var, af því að það vita auðvitað allir sem hafa einhvern skilning á samfélagi að vandi hverfur ekki við það að fólk loki augunum. Hann er þarna enn þá þegar augun eru opnuð. Þess vegna langar mig að spyrja hv. þingmann — segjum sem svo að þetta verði samþykkt, sem allar líkur eru á, þetta fer án fyrirvara út úr tveimur af þremur ríkisstjórnarflokkum, að það eigi að hætta allri þjónustu 30 dögum eftir niðurstöðu — hvar lendir vandinn? (Forseti hringir.) Á sveitarfélögunum, heilbrigðiskerfinu, refsivörslukerfinu? Hvað verður um þetta fólk?