153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:33]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vildi taka undir það sem verið er að nefna, það myndi dýpka umræðuna mjög mikið ef hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra sæi sér fært að vera hérna og taka þátt í umræðunni. Það myndi líka dýpka umræðuna ef við sæjum fleiri úr hinum stjórnarflokkunum tveimur, VG og Framsókn, taka þátt í umræðunum hér. Ég sé að það er kominn þingmaður frá VG á mælendaskrá og einn frá Framsókn en ég hef tekið eftir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sumir hverjir verið duglegir hér, til að mynda í andsvörum og annað. Allt þetta hjálpar okkur til við lagasetninguna. Hvar er VG? Hvar er Framsókn? Hvar eru flokkarnir sem sendu þetta frumvarp út úr þingflokkunum án athugasemda? Flokkurinn sem setti fyrirvara við frumvarp ráðherrans síns kemur hingað og tekur þátt. Hvar eru hinir flokkarnir tveir og hvar er félags- og vinnumarkaðsráðherra?