153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:34]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Já, ég vil taka undir þau orð að það stórlega vantar hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra hingað í salinn til að ræða þetta mikilvæga mál. Ég vil segja varðandi þetta frumvarp í heild að þá virðist vera að VG treysti sér ekki til að taka þátt í þessari umræðu. Þetta virðist vera mjög óþægilegt mál fyrir þá og þeir vilja nefnilega annaðhvort ekki vita af því, taka þátt í því en samt styðja það. Þeir vilja vera í hópnum sem gagnrýnir þetta frumvarp og vilja ekki taka neina ábyrgð á þessu máli. Það er ástæðan, svo einfalt er það. Það eru mörg mál sem hafa verið nákvæmlega svoleiðis. Ég efast ekki um að hæstv. forsætisráðherra mun koma í drottningarviðtal, einhvers konar viðtal á Vísi eða Kjarnanum, og koma með einhverja frasa um það að þetta sé nú svona og svona. En að ráðherrar Vinstri grænna skuli ekki taka þátt í þessari umræðu er mjög skiljanlegt. Það er mjög skiljanlegt. Ríkisstjórnin er bara þannig gerð. En ég fagna því að hv. þingflokksformaður Vinstri grænna sé hérna og ég vona að hann taki til máls seinna í kvöld.