153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[18:55]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langaði tala um fundarstjórn forseta, ef það er hægt. (ÓBK: Loksins.) Mig langaði að benda hv. þingflokksformanni Óla Birni Kárasyni á það að samkvæmt þingsköpum þá erum við með þrjár umræður um frumvörp. Við erum hér að ræða frumvarpið. Við erum að reyna að fá efnislega umræðu um það við þá tvo ráðherra sem málið snertir. Við komum hér upp í fundarstjórn til þess að þrýsta á það að báðir þessir ráðherrar mæti. Það er það sem við erum að biðja um hérna. Það að hér sé talað í 1. umr. virðist vera eitthvað sem hv. þingmanni finnst ekki lengur við hæfi vegna þess að við megum ekki gera það samkvæmt honum, hann vill bara koma þessu strax í nefnd. (ÓBK: Nei, þú ert að snúa út úr, hv. þingmaður.) Ég er bara (Gripið fram í.) að segja að það sem þú sagðir. (ÓBK: Nei.) Þú sagðist vilja koma þessu í nefnd sem fyrst. (ÓBK: Eftir … umræðu.)