153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[20:34]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir á stundum gamansama ræðu en þó með alvarlegu ívafi. Mig langaði að nota fyrstu spurninguna í að spyrja hv. þingmann um það sem kollegi hans í þingflokknum ræddi, að sumir flóttamenn væru réttari en aðrir og reyndi að misnota skilgreiningar (Gripið fram í.) — réttari en aðrir — samnings Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn til að halda því t.d. fram að fólk sem væri að flýja stríðið í Úkraínu væri að einhverju leyti nær þeirri skilgreiningu sem hv. þingmaður hafði á því hvað væri flóttamaður heldur en t.d. þeir sem flýja stríð í Venesúela eða Sýrlandi. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort hann væri sammála kollega sínum um það að sumir flóttamenn sem hingað kæmu væru réttari en aðrir.