153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[20:53]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er nú einmitt þess vegna sem við þurfum að ræða hlutina og sérstaklega í nefnd, til að reyna að komast að því hvort hægt sé að bæta hlutina. Ég ímynda mér að það muni verða. Eins og við höfum upplifað hér í dag eru skiptar skoðanir um það hvort það sé raunverulega til bóta, eins og hv. þingmaður segir, að fjarlægja séríslensk ákvæði úr þessum lögum. (BergÓ: Ég er ekki að segja að það sé að takast núna.) Svo ég endurtaki spurninguna sem ég var með hér áðan, vegna þess að ég er hér í andsvari við hv. þingmann þá langar mig að biðja hann um að nefna alversta séríslenska ákvæðið sem hann vill gjarnan sjá fara úr þessum lögum.