153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

útlendingar.

382. mál
[21:13]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er nú orðinn svolítið ringlaður í þessari umræðu. Öðrum þræði koma stjórnarþingmenn hér upp og tala um hvað þetta sé nú gott frumvarp en síðan fylgja gjarnan ræður um að þess væri óskandi að málinu yrði breytt eins mikið og hægt er í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar.

Við vitum auðvitað að VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki sömu skoðun á þessum málum, en aðdragandinn allur að þessu og allt sem við vorum að rekja fyrr í umræðunni um hvernig þetta kom til vekur auðvitað mikla athygli. Í því ljósi langar mig að spyrja hv. þm. Jódísi Skúladóttur einnar einfaldrar spurningar: Styður hv. þingmaður og þingflokkurinn frumvarpið eins og það lítur út núna?